Ríkisstjóri New York, Andrew Cuomo, íhugar nú að skrifa undir lög sem kæmu til með að mynda binda endi á útleigu á Airbnb íbúðum. Þetta kemur fram í frétt Financial Times .

Cuomo kemur til með að taka ákvörðun um hvort að hann undirriti lögin í lok næstu viku. Ef lögin yrðu staðfest væri ólöglegt að auglýsa íbúðir sínar á Airbnb og þeir sem gerðu það yrðu sektaðir um 7,500 dollara eða því sem jafngildir 860 þúsund krónur. Airbnb reynir nú á elleftu stundu að berjast gegn setningu laganna og lofa nú umbótum.

Linda Rosenthal, sem situr á ríkisþingi New York, taldi það fráleitt að lagabrjóturinn [Airbnb], hefði áhrif á setningu laganna. Hún bætir jafnframt við að það væri löggjafans að setja lögin, ekki hagsmunaaðila.