Sir Richard Branson, stofnandi Virgin Atlantic, er með það til skoðunar að skrá félagið í kauphöllina í London til að rétta fjárhag flugfélagsins af. BBC greinir frá.

Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið flugfélög grátt og er Virgin Atlantic þar engin undantekning.

Ef af skráningu verður mun Branson missa meirihlutavöldin yfir flugfélaginu, sem oft hefur verið talið flaggskip Virgin Group veldisins. Í dag á Virgin Group, sem Branson stofnaði árið 1970, 51% hlut í Virgin Atlantic en eftirstandandi 49% eru í eigu bandaríska flugfélagsins Delta Air Lines.