Þýski bankinn IKB sagði í gær að hann hefði breytt afkomuspá sinni fyrir fjárhagsárin 2007 og 2008, og býst núna við því að tapa á bilinu 600 til 700 milljónum evra. Í júlí síðastliðnum þurfti bankinn einnig að hverfa frá afkomuspá sinni sem gerði ráð fyrir 280 milljóna hagnaði á árinu, auk þess sem forstjóri bankans sagði af sér þegar í ljós kom að IKB hefði tapað miklum fjármunum á stöðutöku í svokölluðum undirmálslánum á bandaríska fasteignamarkaðinum (e. subprime-mortages). Frá þeim tíma hefur gengi hlutabréfa IKB fallið um 37%.