Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA á undir högg að sækja þessa dagana. Samkvæmt nýjum upplýsingum nýtti IKEA efni úr skógi sem var á verndarsvæði í Rússlandi í framleiðslu sína. Það var dótturfyrirtæki IKEA, Swedwood, sem sá um að höggva trén.

Trén sem notuð voru í framleiðsluna voru sótt í Karelen sem er í Rússlandi skammt frá landamærunum við Rússland. Alþjóðlegu náttúruverndasamtökin Forest Stewardship Council upplýstu um þessar misgjörðir IKEA. Þau hafa nú svipt Swedwood gæðavottun sem þau hafðu áður gefið fyrirtækinu.

Á norska viðskiptavefnum e24 er fullyrt að trén sem hoggin voru séu allt að 600 ára gömul.