Sænska smásöluverslunin Ikea hyggst banna einota plast alfarið. Bannið mun ná til allra verslana fyrirtækisins hvar sem er í heiminum og mun taka gildi árið 2020. Fyrirtækið segir jafnframt að allar vörur fyrirtækisins verði þannig gerðar að hægt sé að gera við þær, endurvinna og endurselja.

Þetta kemur í kjölfar tilkynningar frá Evrópusambandinu að banna ýmsar plastvörur meðal annars rör.

Ikea mun jafnframt auka úrval af grænmetismáltíðum á veitingastað sínum samhliða plastbanninu.