IKEA biður þá viðskiptavini sem keypt hafa FEMTON kastara að skila vörunni í IKEA verslunina þar sem þeir munu fá fulla endurgreiðslu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá IKEA.

Þar kemur fram að sænska Rafmagnsöryggisráðið hefur prófað kastarann og hefur komist að þeirri niðurstöðu að lampinn getur ofhitnað.

„IKEA hefur ekki fengið neinar tilkynningar eða kvartanir frá viðskiptavinum varðandi ofhitnanir, en hjá IKEA er öryggið alltaf í forgangi og því er FEMTON kastarinn innkallaður í forvarnarskyni,“ segir í tilkynningunni.

„Þetta er ekki ásættanlegt og þess vegna eru gerðar tafarlausar ráðstafanir,“ segir í tilkynningu IKEA.

Til að fá meiri upplýsingar er hægt að hringja í IKEA 520-2500 eða fara á IKEA heimasíðuna www.IKEA.is