Vöruverð stendur að meðaltali í stað á milli ára í nýjum vörulista Ikea, sem er að koma út. Verð á um tólf hundrað vöru lækkar en aðrar hækka í verði. Verðið í vörulistanum gildir í eitt ár eða frá nýju rekstrarári Ikea sem hefst um næstu mánaðamót.

Fram kemur í tilkynningu frá Ikea að ástæðan fyrir þessari verðþróun er tvíþætt. Betra innkaupsverð hafi náðst í einhverjum tilvikum vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði en auk þess hafi gengi krónunnar styrkst nokkuð fyrr á þessu ári. Þá hafi Seðlabankinn lýsti því yfir að hann myndi grípa inn í til að tryggja nokkuð stöðugt gengi.

„Viðskiptavinir IKEA njóta góðs af þessum breytingum og með því að ganga ekki lengra í verðhækkunum leggur fyrirtækið sitt á vogarskálarnar til að halda stöðugleika og sýna samfélagslega ábyrgð í verki, ekki síst í ljósi þess að opinberir kjarasamningar eru lausir eftir áramót og nauðsynlegt að halda verðbólgu í skefjum,“ segir í tilkynningu frá Ikea um útgáfu nýja vörulistans.