*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 9. október 2017 19:20

IKEA opnar minni verslanir í miðborgum

IKEA mun einnig bjóða vörur sínar til sölu á vefsíðum annarra fyrirtækja. Líklegt er að Alibaba og Amazon verði fyrir valinu.

Ritstjórn

Sænski verlanarisinn IKEA mun bjóða húsgögn sín til sölu á vefsíðum þriðju aðlia og hyggst opna minni verslanir en tíðkast hefur. Verslanirnar verða smærri í sniðum en þær sem fólk hefur átt að venjast í útjöðrum margra borga, en verslanirnar verða miðsvæðis. Ekki hefur verið gefið út á hvaða síðum hægt verður að kaupa vörur IKEA eða í hvaða borgum litlu verslanirnar verða.

Í frétt á vef BBC er því hins vegar velt upp að síður á borð við Amazon og Alibaba séu líklegar til að verða fyrir valinu. Stjórnandi hjá IKEA í Svíþjóð segir breytinguna vera eina þá stærstu frá því fyrirtækið hóf rekstur.

IKEA rekur 403 verslanir á heimsvísu og stefnir að opnun 22 til viðbótar á næsta ári.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is