Karlmaður á fimmtugsaldri og kona á fertugsaldri voru dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þetta kemur fram á vef mbl.is . Fólkið var sakfellt fyrir fjársvik en þau blekktu starfsfólk IKEA til að afgreiða nokkrar vörur án þess að þau greiddu fullt verð fyrir þær.

Fólkið var ákært fyrir fjársvik með því að hafa í sameiningu á tímabilinu 1. september til 30. september 2012, í alls fimm skipti, blekkt starfsmenn við afgreiðslukassa IKEA til að afgreiða nokkrar vörur án þess að þau greiddu fullt verð fyrir þær.

Samkvæmt ákæru komu þau fyrir eða nýttu sér að strikamerki af ódýrari vöru, barnastól  að verðmæti 3.490 krónur, hafði verið komið fyrir á umbúðum þeirra. Í framhaldi skiluðu ákærðu vörunum, án kvittunar, og fengu inneignarnótu í versluninni að verðmæti þeirrar vöru sem skilað var.

Með þessum hætti fengu þau vörur, samtals að fjárhæð 269.750 krónur 17.450 króna greiðslu.