Ikea hefur tilkynnt að vegna stöðugleika og styrkingar krónunnar hafi fyrirtækið ákveðið að lækka öll verð í versluninni frá og með deginum í dag. Segja þeir þetta vera aðra lækkunina á rekstrarárinu en verð á húsbúnaði hafi ekki hækkað síðan 2012.

„Frá og með föstudeginum 24. febrúar lækkar allt verð á húsbúnaði í IKEA um 10% að meðaltali, sumar vörur lækka minna, aðrar meira," segir í fréttatilkynningu fyrirtækisins.

Vegna efnahagslegs stöðugleika

„Þetta er í annað sinn frá upphafi rekstrarársins, 1. september 2016, sem verð er lækkað í versluninni og því er t.d. allt verð mun lægra í dag en kemur fram í vörulista IKEA sem gefinn var út í ágúst.

Aðstæður hafa skapast undanfarin misseri til að lækka vöruverð; stöðugleiki í efnahagsmálum, styrking krónunnar og aukin umsvif, ekki síst vegna gríðarlegrar aukningar á ferðamönnum til landsins.

Styrking krónunnar heldur áfram og því hefur verið ákveðið að líta bjartsýnum augum til framtíðar og skila þessari styrkingu án t