Veitingastaðurinn í IKEA er landsmönnum vel kunnugur. Í nóvember var hann stækkaður til muna, fjöldi sæta tvöfaldaður og nýtt kaffihús opnað. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að rekstur veitingastaðarins í IKEA sé ábatasamur og áætlar að veitingastaðurinn muni skila 1,1 milljarði króna í tekjur á þessu ári. Árið 2005 hafði veitingastaðurinn 50 milljónir króna í tekjur og hafa tekjurnar því rúmlega tuttugufaldast á einum áratug.

„Við sjáum fram á það miðað við þessa stækkun okkar - því við erum komin yfir þröskuld - að vera komnir í 2 milljarða 2018,“ segir Þórarinn og tekur fram að þessi tekjuáætlun miðist við að verð muni ekki hækka.

„Við höfum reynt að halda okkur bara í sömu verðunum. Við erum alltaf að fá betri og betri kjör hjá birgjunum okkar og erum alltaf að ná meiri hagræðingu. Þú ert ekki helmingi lengur að elda mat fyrir 1.000 manns heldur en 500 manns.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun, en með Viðskiptablaðinu fylgir blaðið Verk og vit. Meðal annars efnis í Viðskiptablaðinu er:

  • Afleiðuviðskipti verða sífellt vinsælli
  • 211 breytingar hafa verið gerðar á skattkerfinu á níu árum
  • Ráðningaskrifstofur finna fyrir aukinni eftirspurn fyrir vinnuafli
  • Úttekt á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart nýfjárfestingum
  • Leigufélagið Heimavellir vill vera skráð á markað innan tveggja ára
  • Umfangsmikil starfsemi Hampiðjunnar erlendis
  • Viðtal við Bob Dignen, sérfræðing í stjórnun í almennu viðskiptaumhverfi
  • Umfjöllun um víninnflutning Frú Laugu
  • Svipmynd af Hildi Eiríksdóttur, sem var nýlega ráðin til einkabankaþjónustu Kviku.
  • Sprotafyrirtækið Spor í sandinn vill byggja gróðurhvelfingar í anda náttúru-kapítalisma
  • Ítarlegt viðtal við Sunnu Einarsdóttur, fjármálastjóra Deloitte á Íslandi
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um kennitöluflakk og Karl Garðarsson.
  • Óðinn fjallar um neikvæð áhrif neikvæðra vaxta.