*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 3. maí 2013 14:35

Ikea sinnir öryggisgæslu í Kauptúni

Ikea hefur alla jafna verið tengt við húsbúnað á lágu verði. Nú sjá öryggisverðir um gæslu í öllu Kauptúni.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Öryggisverðir frá Ikea reiðubúnir til starfa fyrir framan verslunina við Kauptún.
Aðsend mynd

„Við viljum auðvitað sjá sem flesta hér, en enga ósæskilega umferð, allra síst á nóttunni. Fyrirtækin vilja passa upp á sitt,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi. Eigendur fasteigna og fyrirtækja í Kauptúni, þar sem umboð Toyota er til húsa, hafa samið við IKEA um eftirlit með fasteignum og öðrum verðmætum sem eru á svæðinu. IKEA hefur sett upp myndavélar sem staðsettar eru víða um götuna og nema alla umferð. Auk þess er farið í reglubundnar eftirlitsferðir á bílum um svæðið bæði dag og nótt alla daga ársins.

Páll bendir á það í samtali við vb.is að þótt þótt ekkert misjafnt hafi komið upp í Kauptúninu þá hafi umsvifin þar aukist mikið á síðustu mánuðum og er umferð því töluverð í götunni og á nærliggjandi svæðum. Auk þess bætist við eftirlit vegna  byggingarframkvæmda í Urriðaholti þar sem nýtt íbúðarhverfi er að rísa.   

Hann segir Ikea á meðal frumbyggja í Kauptúninu og sinnt öryggisgæslu á svæðinu í gegnum tíðina. Önnur fyrirtæki hafi samið við Ikea og sé nú svo komið að líta má á þetta sem svæðisgæslu. 

Stikkorð: Ikea