Miklatorg hf., rekstraraðili IKEA á Íslandi, hagnaðist um 210 milljónir króna á síðasta rekstrarári en hagnaðurinn dróst saman um rúmlega 327 milljónir króna milli ára.

Veltan jókst um 750 milljónir og nam tólf milljörðum, en kostnaðarverð seldra vara var sjö milljarðar. EBITDA var 353 milljónir króna eða helmingi lægri en rekstrarárið á undan. Félagið greiddi tæplega 2,9 milljarða í laun og launatengd gjöld og nam aukningin þar um 330 milljónum. 500 milljóna króna arður verður greiddur til hluthafa vegna reikningsársins.

Stefán Rúnar Dagsson er framkvæmdastjóri IKEA.