Sænski húsgagnaframleiðandinn Ikea hefur upplýsti verðmæti vörkumerkisins. Er það metið á 9 milljarða evra, um 1.300 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram á vef WSJ.

Ástæða uppljóstrunarinnar er sú að vörumerkið hefur verið selt milli félaga í Ikea samstæðunni. Seljandinn er Interogo sjóðurinn sem er staðsettur í Liechtenstein. Kaupandinn er Inter IKEA System sem er með lögheimili í Hollandi.

Verðið endurspeglar ekki endilega raunverulegt verðgildi Ikea vörumerkisins þar sem salan er milli tengdra aðila og því bókhaldsleg tilfærsla.

Sala Ikea samteypunnar hefur aukist mikið á síðustu árum. Árið 2011 seldi Ikea fyrir 26 milljarða evra en salan nam 14,8 milljörðum evra árið 2005.

Alls voru heimsóknir í Ikea verslanir um allan heim 734 milljónir árið 2011, 25% fleiri en árið 2007.