Reynir Traustason, ritstjóri DV, segist reikna með að hætta störfum hjá blaðinu á föstudaginn. Þetta staðfesti hann í samtali við Viðskiptablaðið.

Reynir segist telja nær útilokað að hann haldi áfram undir þeim kringumstæðum sem fylgja því að nýir eigendur Björn Leifsson og Þorsteinn Guðnasson taki við. Hann segir gagnkvæman skilning á því að hann geti ekki unnið með þessum mönnum, að það gangi ekki upp.

Reynir segir að fundurinn eigi enn eftir að eiga sér stað þannig að allt eigi eftir að koma í ljós. En hann segist þó vera þess albúinn að hverfa á braut og hafi verið það um talsverðann tíma.

Aðspurður um hvað hann ætli að gera ef kemur til starfsloka segist hann ætla að fara á fjöll til að byrja með og nýta sér uppsafnað frí. Hann segir þó klárt mál að hann sé ekki farinn út úr fjölmiðlum: „I'll be back!" segir hann.