Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir mikilvægt að farið verði yfir þá kosti sem standi til boða í stjórn peningamála, hvort heldur að hér verði innleiddur annar gjaldeyrir eða krónan notuð áfram.

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokks, tók undir með Illuga og sagði mikilvægt að skoða málið í víðu samhengi. Jón Gunnarsson sagði á hinn bóginn að þingmenn hefðu frekar átt að vinna að því að afnema höftin en að herða þau.

Illugi vakti athygli á tilgangi herðingar gjaldeyrishaftanna sem samþykkt voru á Alþingi í gærkvöldi við upphaf þingfundar í dag. Markmið herðingarinnar, að sögn Illuga, á að koma í veg fyrir óæskilega veikingu krónunnar með tilheyrandi veikingu verðlags og hækkun á skuldum heimilanna.

Hann sagði ekki síður áhyggjuefni hvernig Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra talar um krónuna, sem hann taldi mega nota áfram: „Við höfum áhyggjur af því þegar helstu ráðamenn þjóðarinnar talað með þeim hætti um krónuna að ekki muni vera hægt að nota hana til framtíðar. Rétt eins og við sáum ástæðu til þess að grípa til lagasetningar þá er ástæða fyrir þingið að hafa áhyggjur af yfirlýsingu ráðamanna að ekki verði hægt að byggja á íslenskri krónu. Það veikir krónuna,“ sagði hann.

Fundur Félags viðskipta og hagfræðinga
Fundur Félags viðskipta og hagfræðinga
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)