Illugi Gunnarsson, alþingismaður sagði í ræðu sinni á Iðnþingi að þegar vel áraði á Íslandi væri minni áhugi á Evrópusambandinu en þegar illa að steðjaði yrði áhugi manna á inngöngu meiri. Hann sagði að ekki væri trúverðugt að haga umræðunni með þeim hætti heldur þyrfti að móta heildarstefnu varðandi samskiptin við ESB.

,,Stundum mætti halda á umræðunni að Ísland standi alveg utan ESB,“ sagði Illugi Gunnarsson í ræðu sinni á Iðnþingi. Hann sagði Ísland eiga mikið samstarf við Evrópusambandið og sambandið hefði tekið miklum breytingum frá því að Ísland skrifaðu undir EES samninginn.

EES samningurinn fullgildur

Illugi sagði að Ísland hefði ekki mikið svigrúm innan ESB. ,,Við eigum að vera risasmá og innan ESB er ekki svigrúm til þess,“ sagði Illugi.

,,Ef Ísland væri ekki aðili að EES væri ég sjálfsagt í hópi þeirra sem styðja aðild,“ sagði Illugi en lagði áherslu á að EES samningurinn væri enn fullgildur og veitti Íslandi ákveðið svigrúm til athafna.

Hagsýn og opin umræða snýst ekki um að finna leiðir til inngöngu, sagði Illugi. Hann sagði mikilvægt að umræða fari fram en hún ætti ekki að einskorðast við aðild að ESB.