Réttast er að stjórnvöld stöðvi aðildarumsóknarferlið við Evrópusambandið, meta stöðuna eftir samkomulag þjóðarleiðtoga evruríkjanna um síðustu helgi og láta svo þjóðina um að ákveða hvort halda eigi viðræðum áfram.

Illugi Gunnarssonar, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag evruríkin 26, það er þau 17 sem þegar teljist til evruríkjanna og hin sem hafa ýmist tengt gjaldmiðil sinn við evru eða áformi að innleiða myntina, hafa komið sér saman um að vinna nánari böndum en áður. Það kalli á að löndin afsali sér meiru af fullveldi sínu sem þjóð.

Illugi sagði þetta kalla á endurskoðun viðræðna þar eð öll lönd sem gerst hafi aðilar að Evrópusambandinu muni á einhverjum tímapunkti taka upp evru sem þjóðargjaldmiðil. Ísland er þar á meðal.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði ekki sjálfgefið að þau lönd sem aðild eigi að Evrópusambandið taki upp evru og nefndir þar á meðal Dani og Svía, sem hafi hafnað evruupptöku í þjóðaratkvæðagreiðslu. Danir ræði það ekki einu sinni lengur.

Steingrímur viðurkenndi þó að honum hugnast ekki hluti þess samkomulag sem þjóðarleiðtogarnir náðu um síðustu helgi. Hann sé talsmaður aukins aga í fjármálum en sé á móti því að ekki megi beita sveiflujöfnunarmætti á erfiðum tímum.