Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir að skortur á nemendum í verknám er ekki aðeins vandamál á Íslandi heldur sé það alþjóðlegt. „Það er alveg augljóst að við þurfum að finna leið til að fjölga þeim sem fara í verknámið,“ segir hann.

„Helst að þeir fari fyrr í slíkt nám. Meðalaldurinn í iðnnámi, á þeim sem eru í náminu sjálfu, er 26 ára. Það er of hátt og augljóslega þjóðhagslegt tap sem fylgir þessu. Það eru allir sammála um að það þurfi að gera breytingar. En svo þegar það kemur að því að útfæra þær, þá verður þetta flóknara. Þá skjóta alls konar hagsmunir upp kollinum sem gera það flóknara að gera breytingar á iðn- og verknáminu heldur en maður hefði haldið í upphafi. Menn vilja þannig gjarnan gera breytingar, bara ekki hjá sjálfum sér eða í sínum greinum. Ég tel samt að það fólk sem er í forsvari fyrir samtök atvinnurekenda og launþega sé mjög vel hugsandi um þessi mál og ég finn fyrir mjög einlægum vilja um það að við þurfum að ráðast í breytingar á iðn- og verknámi.“

Ítarlegt viðtal við Illuga er í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .