Stefnt er að því að skila tilbaka til Ríkisútvarpsins (RÚV) auglýsingamínútum sem var búið að fækka hjá stofnuninni. Þeir fjármunir sem sem RÚV hefði átt að fá til móts við færri auglýsingamínútur eiga frekar að fara til háskólanna. Þetta sagði Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, í þættingum Sunnudagsmorgunn á RÚV.

Illugi segist frekar vilja auka hlutdeild RÚV á markaði til þess að auka fjármuni til háskóla. Hann segist átta sig á því að samkeppnisaðilar RÚV verði eflaust ekki ánægðir með þetta. Eftir á að útfæra þetta nánar í samráði við fjármálaráðherra og þingið.