*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Innlent 5. maí 2015 07:57

Illugi vill hætta við frekari lækkun útvarpsgjalds

Menntamálaráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd sem á að fara ofan í saumana á rekstri Ríkisútvarpsins.

Ritstjórn
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur kynnt þingflokki Sjálfstæðisflokksins þau áform sín að hætta við frekari lækkun útvarpsgjaldsins fyrir árið 2016, en til stóð að það færi úr 17.800 krónum í 16.400 krónur um áramótin. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu.

Þar kemur fram að þingmenn Sjálfstæðisflokksins taki þessum áformum misjafnlega. Einnig hefur ráðherrann ákveðið að skipa þriggja manna nefnd sem ætlað er að fara ofan í saumana á rekstri Ríkisútvarpsins. Verður nefndin undir forystu Eyþórs Arnalds og á hún að skila niðurstöðum sínum í sumar.

„Það er alveg ljóst, að það verða ekki allir sáttir við þessa tillögu menntamálaráðherra um að fresta frekari lækkun útvarpsgjaldsins og hún á eftir að verða umdeild í þinginu,“ er haft eftir ónafngreindum þingmanni Sjálfstæðisflokksins í frétt Morgunblaðsins.