Heimili sem vilja breyta verðtryggðum lánum í óverðtryggð eiga að fá að gera það með lágum tilkostnaði, hvort sem lántakendur hafa verið í viðskiptum við viðkomandi eða eru að færa við­ skipti sín til annars fjármálafyrirtækis.

Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Neytendasamtakanna en þar segir m.a. að þau styðji það úrræði fjármálafyrirtækja að bjóða óverðtryggð lán með föstum vöxt­um til íbúðarkaupa.

Þá er Íbúðalánasjóður hvattur til þess að bjóða upp á slík lán sem fyrst en Neytendasamtökin leggja áherslu á að lögum eða reglum verði breytt þannig að sett verði þak á mögulega vaxtahækkun slíkra lána sem og á verðtryggðum lánum.