Íbúðalánasjóður hefur nú ákveðið að ekki verði farið í nein útboð íbúðabréfa á þriðja ársfjórðungi en í júlímánuði birti Íbúðalánasjóður endurskoðaða áætlun varðandi útlán, útgáfu og greiðslur sjóðsins fyrir árið 2009.

Þar var gert ráð fyrir að gefa út íbúðabréf að fjárhæð 7-9 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi ársins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóð en þar segir að útlán sjóðsins hafa verið minni á þriðja ársfjórðungi en gert var ráð fyrir og hefur lausafjárstaða sjóðsins verið góð á tímabilinu.

Endurskoðaðar áætlanir Íbúðalánasjóðs verða birtar í októberbyrjun.