Alls bárust 43 kauptilboð í eignasöfn Íbúðalánasjóðs sem boðin voru í opnu söluferli fyrir áramót, en tilboð bárust í öll 15 eignasöfnin sem auglýst voru. Frestur til að skila inn tilboðum rann út á miðnætti í gær.

Alls er um að ræða 504 íbúðir í eigu sjóðsins, en það er þriðjungur af núverandi eignum sjóðsins. Verkefnastjórn söluferlisins mun nú fara yfir tilboðin og í kjölfarið verður ákveðið hvaða tilboð telst hagstæðast. Þeim fjárfesti sme á hagstæðasta tilboðið ber að greiða 1% kaupverðsins ekki síðar en 11. febrúar nk.

Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs:

„Það er gleðilegt að sjá hversu mikill áhugi er á eignunum. Þessi mikli fjöldi tilboða staðfestir að ákvörðun stjórnar sjóðsins um að setja þær í opið söluferli hafi verið skynsamleg. Verkefni okkar er að sjálfsögðu að fá sem best verð fyrir þessar eignir almennings. Sala þeirra nú er hluti af því að skerpa enn frekar á hlutverki sjóðsins og liður í því að styrkja fjárhagslega stöðu Íbúðalánasjóðs.“