Lánshæfismatsfyrirtækið Moody´s staðfesti í gær lánshæfismatseinkunn Íbúðalánasjóðs upp á Ba1 með stöðugum horfum. Moody's segir í mati sínu Íbúðalánasjóð græða á ábyrgð ríkisins á skuldbindingum hans enda batni einkunnir sjóðsins þegar lánshæfismat íslenska ríkisins er hækkað.

Þá segist Moody's gera ráð fyrir að Íbúðalánasjóður verði veikburða í allra nánustu framtíð ekki síst fyrir þær sakir að líkur eru á að færa þurfi niður eignasafn sjóðsins. Af þeim sökum séu líkur á að ríkið komi sjóðnum til hjálpar á ný með eiginfjárstuðningi. Það er þó ekki endilega öruggt, að mati Moody's.