Íbúðalánasjóður (ÍLS) hefur í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 nýtt heimildir til að afskrifa milljarða af íbúðalánum einstaklinga. Ekki fékkst uppgefið hversu mikið hefði verið afskrifað en þó var staðfest að um milljarða væri að tefla. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Lánasafn sjóðsins er um 800 milljarðar og þar af hafa 23 milljarðar verið settir í varúðarsjóð afskrifta. Er þar af helmingurinn eyrnamerktur leigufélögum en þau er um 20% lántaka hjá sjóðnum. Var tjón þeirra í kjölfar hrunsins almennt meira en hjá heimilunum en í sumum tilfellum fengu félögin lánað fyrir byggingarkostnaði sem reyndist hærri en markaðsverð eignanna af því er fram kemur í Morgunblaðinu.

Sigurður Erlingsson, forstjóri sjóðsins, vísar til lagaákvæða um heimild til afskrifta húsnæðis sem ekki var mikið notuð fyrir 2008. Hátt í 1.000 af 52.000 heimilum sem eru í viðskiptum við Íbúðalánasjóð eiga í mjög erfiðum skuldavanda og þurfa að fara í gegnum sértæk opin