Alþjóðgjaldeyrissjóðurinn segir að Ísland muni hugsanlega þurfa að leggja 10 milljarða króna í Íbúðalánasjóð á næstu fjórum árum til þess að viðhalda cad eiginfjárhlutfall í 2,5%.

Bloomberg hafði áður greint frá því að skuldaniðurfellingarnar myndu, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsiins, hugsanlega leiða til þess að auka þyrfti framlög til Íbúðalánasjóðs um 40 milljarða á næstum fjórum árum til þess að ná fyrrgreindu markmiði.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir eftir sem áður fyrirvara við skuldaniðurfellingarnar. Í viðtali við Bloomberg sagði Daria Zakharova, sem fer fyrir sendinefnd AGS hér á landi, að sjóðurinn hafi lagt áherslu á það í síðustu yfirferð sjóðsins, að ekki væri mælt með almennri skuldaniðurfellingu. Fremur ætti að nýta tekjur ríkissjóðs til að lækka skuldir hins opinbera. Þá segir hún skuldaniðurfellinguna geta haft áhrif á verðbólgu og setur fyrirvara við bankaskattinn. Hætta er á að aðgerðirnar hækki skuldir hins opinbera, að hennar mati.