Ráðstefnan ÍMARK spáin 2015 verður haldin næstkomandi fimmtudag, en aðalfyrirlesari á ráðstefnunni er Daniel Levine, forstjóri Avant-Guide Institute, en Levine flutti einnig erindi á ÍMARK spánni í fyrra.

Daniel Levine.
Daniel Levine.

Í tilkynningu segir að í erindi sínu muni Levine fjalla um hvernig rannsóknir Avant-Guide geta hjálpað fyrirtækjum að sjá fyrir hvaða „trend“ verði ráðandi á markaðnum svo að þau geti brugðist við þörfum viðskiptavina sinna og skapað sér ný tækifæri. Hann segir að í ögrandi og síbreytilegu viðskiptaumhverfi séu slíkar upplýsingar afar dýrmætar og mun hann fjalla um það hvernig fyrirtæki á Íslandi geta nýtt sér þessi sömu trend á auðveldan og frumlegan hátt.

Eins og áður segir kom Levine einnig fram á ÍMARK spánni fyrir ári síðan og fór þá yfir þau trend sem markaðurinn stóð frammi fyrir. Í ár mun hann nú fara yfir hvernig úr rættist, hvað gekk eftir, hvað kom á óvart og hvað, ef eitthvað, fór öðruvísi en búist var við.

Ráðstefnan fer fram fimmtudaginn 15.janúar í sal Arion banka Borgartúni 19. Húsið opnar kl. 8:30 en ráðstefnan hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 12:00.