Samkomulag íslenskra stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) frestast, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Til stóð að tilkynna það í dag en vegna óvissu um m.a. sparisjóðamálið er líklegt að það dragist enn um sinn.

Búist er við að það verði ekki kynnt fyrr en í fyrsta lagi á morgun.

Unnið hefur verið að því dag og nótt undanfarið að ganga frá samkomulagi stjórnvalda og IMF. Fulltrúar IMF hafa í þeim tilgangi verið hér á landi í nærri tvær vikur. Í gær var útlit fyrir að það tækist að ganga frá öllum lausum endum.

Sparisjóðamálið, þ.e.a.s. skuldbindingar nokkurra sparisjóða við Seðlabankann og kröfur bankans til þeirra setti m.a. strik í reikninginn. IMF hefur því kallað eftir frekari upplýsingum.

Óvíst er því nú hvort það náist að ganga frá málinu í dag.