Gjaldþrotahrina gæti riðið yfir íslenska hagkerfið ef ekki tekst að koma stöðugleika á gjaldeyrisviðskipti með krónuna að mati sérfræðings Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF).

Þetta hefur Dow Jones-fréttaveitan eftir Paul Thomsen, aðstoðarframkvæmdastjóri Evrópudeildar sjóðsins og fyrirliða sendinefndar IMF á Íslandi.

Fréttaveitan hefur eftir Thomsen að þar sem að mikið af skuldum fyrirtækja og heimila séu annaðhvort í erlendri mynt eða verðtryggð þá gæti frekara gengisfall krónunnar haft veruleg áhrif á hagkerfið og mögulega hrundið af stað röð gjaldþrota bæði fyrirtækja og heimila.

Í ljósi þessa er það forgangsmál að mati Thomsen ná fram stöðugleika á viðskipti með krónuna og það verði gert með aðhaldsamri peningamálastefnu og takmörkunum á fjármangsfæði frá landinu á sama tíma og vöruskiptaviðskipti verði frjáls.

Thomsen segist sannfærður um að gengi krónunnar verði í fyrstu stöðugt við það gildi sem hún er í núna og það muni fljótlega styrkjast.