Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) ákvað í gær að veita Hvíta Rússlandi um 2,5 milljarða dala lán en þar með verður Hvíta Rússland sjötta ríkið á skömmum tíma sem þiggur aðstoð sjóðsins.

Hin ríkin eru Ísland, Ungverjaland, Úkraína, Litháen og Pakistan sem öll hafa þegið aðstoð sjóðsins í kjölfar lausafjárkrísunnar.

Á vef breska blaðsins The Daily Telegraph kemur fram að gjaldeyrissjóður landsins sé svo að segja uppþornaður eftir það ástand sem ríkt hefur á fjármálamörkuðum síðustu misseri. Þá sé útflutningur í uppnámi og olíuframleiðsla ríkisins hafi orðið fyrir hnjaski.

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri IMF sagði við fjölmiðla í gær að skilyrði sjóðsins fyrir láninu yrðu stórfelldur niðurskurður hins opinbera en í máli sínu sagði Strauss-Kahn að sérstaklega yrðu launaskrið opinberra starfa stöðvað.

Í kjölfar frétta af láni IMF hefur Rússland boðist til að lána 2 milljarða til viðbótar.