Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) hyggst veita Úkraínu lán að upphæð 16,5 milljörðum Bandaríkjadala til að auka tiltrú manna á efnahagskerfi landsins og viðhalda fjármálastöðugleika.

„Nefnd á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvöld í Úkraínu hafa náð samkomulagi, sem nú bíður samþykkis stjórnenda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, um 16,5 milljarða dala lán til landsins,“ segir í yfirlýsingu frá yfirmanni sjóðsins, Dominique Strauss-Kahn.