Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) hefur lækkað spá sína fyrir hagvöxt í alþjóðahagkerfinu á þessu ári, og vísar í því samhengi einkum til „stærstu fjármálakreppu í Bandaríkjunum frá því í Kreppunni miklu", samkvæmt skýrslu sem Dow Jones-fréttaveitan hefur undir höndum.

Sjóðurinn spáir því að alþjóðahagkerfið muni vaxa um 3,7% á þessu ári - fyrri spá IMF gerði ráð fyrir 4,1% hagvexti - og 3,8% árið 2009.

Í fyrra mældist hagvöxtur í alþjóðahagkerfinu 4,9%. IMF lækkaði jafnframt spá sína um hagvöxt í Bandaríkjunum fyrir árið 2008 í aðeins 0,5% vegna samdráttar á húsnæðismarkaði.