Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn  (IMF) stefnir að því að funda á morgun til þess að ræða beiðni Íslands um 2,1 milljarða lán. Talsmaður IMF staðfesti þetta við fréttaveituna Dow Jones.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra sagði á Alþingi fyrir hádegi að fundurinn verði ekki haldinn fyrr en á mánudag, samkvæmt fréttum íslenskra fjölmiðla.