Fyrsti hluti láns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur verið lagður inn á reikning Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn staðfesti þetta við Viðskiptablaðið.

Upphæðin er 827 milljónir Bandaríkjadala eða ríflega hundrað milljarðar íslenskra króna.

Alls hefur stjórn IMF samþykkt að lána Íslendingum 2,1 milljarð Bandaríkjadala. Lánið verður afhent Íslendingum í áföngum.

Ekki liggur fyrir hvenær krónan verður sett á flot.