Fyrsti hlutinn af láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslendinga barst Seðlabankanum fyrir viku eða tveimur dögum eftir að stjórn IMF samþykkti lánið. Þetta staðfestir Seðlabankinn við Viðskiptablaðið.

Alls nemur lánafyrirgreiðslan 2,1 milljarði Bandaríkjadala. Fyrsti hluti lánsins nemur 827 milljörðum Bandaríkjadala.

Afgangurinn af láninu verður greiddur út með átta jöfnum greiðslum að upphæð 155 milljörðum Bandaríkjadala.

Frekari greiðslur eru þó háðar árangri og framkvæmd efnahagsáætlunar IMF og stjórnvalda.