Gengi Bandaríkjadals og punds er ofmetið á gjaldeyrismörkuðum, á meðan jenið og júanið er vanmetið, en gengi evrunnar og kanadíska dalsins er hins vegar í samræmi við efnahagslegan raunveruleika (e. economic fundamentals) á evrusvæðinu og í Kanada. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) um efnahagshorfur í alþjóðahagkerfinu, sem sjóðurinn kynnti í gær.

Fjallað er nánar um skýrsli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í erlendum fréttum Viðskiptablaðsins í dag.