Angela Gaviria, talsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) um málefni er varða Ísland, hefur staðfest við Viðskiptablaðið að fregn AP-fréttastofunnar um að íslenskum stjórnvöldum hafi verið formlega veitt neyðarlán sé röng.

Ekki fékkst þó upp gefið hvenær mál Íslands verður tekið fyrir af stjórn sjóðsins.

Í frétt AP var haft eftir Dominique Strauss Kahn, forstjóra IMF, að stjórn sjóðsins hefði afgreitt lánið í gær. Það væri 2,1 milljarðar dala, þar af væru 833 milljónir dala strax til ráðstöfunar fyrir stjórnvöld.

Fyrr í dag hafði Dow Jones-fréttaveitan eftir öðrum talsmanni sjóðsins að fundað yrði um málið á morgun, föstudag.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í morgun að stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins muni afgreiða lánið á mánudag. Aðstoðarmaður Geirs segir að hann muni tjá sig um málið á eftir.