Aðalmeðferð hófst í svokölluðu Ímon-máli Embættis sérstaks saksóknara gegn fjórum fyrrverandi stjórnendum gamla Landsbankans í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Málið snýst um níu milljarða króna lánveitingu til félaganna Ímon og Azalea Resources Ltd í tengslum við kaup þeirra á hlutabréfum í bankanum. Ímon var í eigu fjárfestisins Magnúsar Ármann en Azalea Resources skráð á bresku Bresku Jómfrúreyjum og í eigu finnska fjárfestisins Ari Salmivuori, viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar, eins af helstu hluthöfum gamla Landsbankans og sonar Björgólfs Guðmundssonar, formanns bankaráðs bankans.

Sakborningar í málinu eru Sigurjón Þ. Árnason,  fyrrverandi bankastjóri gamla Landsbankans, Elín Sigfúsdóttir, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans og Steinþór Gunnarsson, sem var framkvæmdastjóri hjá gamla Landsbankanum.