Ítalska vertakafyrirtækið Impregilio hefur í samstarfi við hóp annarra fyrirtækja tryggt sér þátttöku í byggingu stíflu vegna vatnsaflsvirkjunar sem EDELCA hyggst byggja  í Venesúela og hljóðar samningurinn upp á 968 milljónir Bandaríkjadala.

Impregilio á fjörutíu prósenta hlut í samstarfsverkefninu og að sögn talsmanna fyrirtækisins verður skrifað undir samninga um verkið fljótlega.