Ítalska fyrirtækið Impregilo er meðal þeirra fyrirtækja sem Evrópusambandið hefur sektað um 380 milljarða króna fyrir mútugreiðslur vegna stífluframkvæmda í Afríkuríkinu Lesotho, segir í Financial Times.

Þetta kemur í ljós aðeins örfáum dögum eftir að samtökin Trancparency International (TI) birtu könnun þar sem kemur fram að fyrirtæki vestrænna ríkja séu meðal stærstu mútugreiðenda heims.

Franska verktakafyrirtækinu Schneider Electric, þýska fyrirtækinu Lahmeyer og Impregilo er gefið að sök að hafa reitt af hendi ólöglegar greiðslur til að tryggja sér framkvæmdir við stíflugerð í Lesotho. Fyrirtækin voru sektuð fyrir tveimur árum, en þær voru opinberaðar í dag þar sem áfrýjunarréttur fyrirtækjanna er nú útrunninn.

Í könnun TI kemur í ljós að fyrirtæki frá Frakklandi og Ítalíu eru meðal þeirra sem greiða hvað mest af mútufé til Afríkuríkja.