Ímynd Íslands og Japans er um margt lík í tæknigeiranum. "Ímynd beggja er: svöl, skapandi og nýtískuleg. Þetta er magnað, því löndin eru svo ólík," segir dr. Keith Dinnie, markaðsráðgjafi og prófessor í Skotlandi, í samtali við Viðskiptablaðið. Eftir fimm vikur kemur út bókin Nation Branding eftir Dinnie. Þetta fyrsta bókin um málefnið, að búa til vörumerki fyrir lönd, en áður hefur Simon Anholt gefið út bókina Competitive Identity, sem fjallar einnig um ímyndir borga og svæða. "Þess vegna skrifaði ég bókina, ég vildi vera fyrstur að skrifa um "mörkun" (e. Branding) á löndum."


Dinnie verður með tveggja daga námskeið um "mörkun" á vegum Útflutningsráðs og Ímarks, félags íslensks markaðsfólks, í gær og í dag."Íslensk útflutningsfyrirtæki þurfa að taka ákvörðun um hvort þau ætla að segja að þau séu íslensk eða ekki," segir Dinnie. Hvort verður ofan á, fer mikið eftir vörunni sem verið er að selja.