*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Innlent 9. janúar 2019 14:55

Indigo Partners vill eignast 49% í Wow

Indigo Partners mun eignast 49% í Wow air, gangi fjárfesting félagsins í flugfélaginu eftir.

Ingvar Haraldsson
Haraldur Guðjónsson

Bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners mun eignast 49% í Wow air, gangi fjárfesting félagsins í flugfélaginu eftir. Þetta kemur fram í bréfi sem Wow air sendi til skuldabréfaeigenda Wow air í dag. Félög utan EES svæðisins mega ekki eiga meirihluta í flugfélögum á EES svæðinu. 

Skuldabréfaeigendur Wow air hafa til 17. janúar að samþykkja breytingar á skilmálum skuldabréfanna. Bent hefur verið að talsverð óánægja sé meðal skuldabréfaeigenda vegna skilmálabreytinganna svo skömmu eftir að skuldabréfið var gefið út.  

Í bréfinu kemur fram að fjárfesting Indigo Partners í Wow air muni miðast við að tryggja Wow air nægt fjármagn til að koma Wow í gegnum endurskipulagningu á rekstri félagsins. Áður hefur komið fram að miðað sé við að fjárfesting Indigo Partners nemi um 75 milljónum dollara eða 9 milljörðum króna. Wow air sagði upp á fjórða hundrað manns í desember og hyggst fækka flugvélum í flota sínum úr 20 í 11 flugvélar. Auk þess hefur félagið selt lendingarleyfi sín á Gatwick flugvelli og fært flug til og frá London á Stansted.

Í bréfinu segir að Indigo Partners séu langtímafjárfestar sem þeir hafi ítrekað sýnt í sínum flugfélögum. Fjármögnunin verði helst í formi umbreytanlegs tíu ára láns. Þá sé eitt af skilyrðum Indigo fyrir fjárfestingu að allar ábyrgðir gagnvart skuldabréfaeigendum verði felldar niður.

Skúli skoðar að breyta víkjandi láni

Þá kemur fram að víkjandi lán Títan, fjárfestingafélagi Skúla Mogensen, til Wow air kunni að vera breytt í hlutafé. Ef lánið verður óbreytt verði það áfram lægra sett í kröfuröðinni en hin útgefnu skuldabréf og ekki verði hægt að greiða þau upp fyrr en skuldabréfin hafi verið greidd upp.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is