Sænsk-indverska tískuvöruverslunin Indiska opnar í Kringlunni miðvikudaginn 8. maí næstkomandi. Fyrirtækið er sænskt og indverskt handverk og menning innblásturinn í hönnunarvörum þess. Samkvæmt heimasíðu Indiska eru verslanir fyrirtækisins 90 talsins og eru í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi.

Í tilkynningu um opnun verslunarinnar segir að fyrirtækið hafi verið starfrækt í 112 ár en það hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá árinu 1951. Framkvæmdastjóri Indisku, hin sænska Sofie Gunolf, er af þriðju kynslóð eigenda og kemur hún til með að verða viðstödd opnunina hér á Íslandi. Það eru athafnakonurnar Dagbjört Guðmundsdóttir, Guðrún Scheving Thorsteinsson, Sigríður Ragna Jónsdóttir og Sigrún Andersen sem opna verslunina á Íslandi