Indland ætlar að leggja 30% skatt á hagnað af rafmyntum og öðrum rafrænum eignum eins og NFT's (Non-fungible tokens). Þetta sagði Nirmala Sitharaman, fjármálaráðherra Indlands á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.

Sitharaman bætir við að Seðlabanki Indlands muni gefa út rafmynt á næsta fjárhagsári með hjálp bálkakeðjutækninnar og segir hann að opinber rafmynt muni efla hið stafræna hagkerfi.

Talið er að um 15 til 20 milljónir Indverja fjárfesti í rafmyntum og að heildarvirði rafmynta í þeirra eigu nemi um 5,3 milljörðum Bandaríkjadala, að því er fram kemur í frétt hjá Reuters.

Skattaráðgjafar áætla að einstaklingar munu enda á því að greiða mun meira en 30% af hagnaði af rafmyntafjárfestingum í skatta og önnur gjöld. Amit Maheshwari hjá skattaráðgjafarfyrirtækinu AKM Global, segir að rafmyntafjárfestar muni greiða 42 rúpíur af 100 rúpíu hagnaði. Auk 30% skatts eru ýmis viðbótargjöld sem valda því að heildarskatthlutfall endar í rúmum 40%.