Indversk stjórnvöld hafa bæst í ríkja sem neita að greiða kolefnisskatt vegna útblásturs mengunar af völdum flugvéla í Evrópu. Flugmálaráðherra Indlands, Ajit Singh, hefur sagt að indverks flugfélög muni ekki greiða gjöldin.

Greint er frá málinu á viðskiptavef BBC í dag. Kínversk stjórnvöld tilkynntu í síðasta mánuði að þau hyggist ekki greiða skattinn. Önnur ríki, líkt og Rússland og Bandaríkin, hafa mótmælt fyrirkomulaginu og telja að ekki sé farið að alþjóðlegum lögum. Dómstóll Evrópusambandsins komst þó að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að mengunarskatturinn í Evrópu sé löglegur.