Verðbólga í Indlandi er nú 8,75% og er hefur ekki verið hærri í sjö ár að sögn fréttavefs BBC. Þetta er einnig nokkuð umfram það sem þegar var búist var við að sögn BBC.

Verðbólgumarkmið indverska seðlabankans er á milli 5-5,5%.

Seðlabanki landsins hefur þegar hækkað stýrivexti til að mæta aukinni verðbólgu og eru stýrivextir í landinu nú 8% en í rökstuðningi fyrir hækkuninni kemur fram að hækkandi eldsneytis- og matarverð eru talin helstu áhrifaþættir hækkandi verðbólgu.

Þá kemur fram í hagspá Seðlabankans að búast megi við verðbólgan fari yfir 9% og haldist þannig fram á seinni hluta þessa árs.

Rupa Rege Nitsure, aðalhagfræðingur Bank of Baroda á Indlandi segir að eins megi búast við því að verðbólgan nái tveggja stafa tölu á næstu mánuðum.