Verðbólga á Indlandi mælist nú 11% og hefur ekki verið hærri í 13 ár eða frá árinu 1995 eftir því sem fréttavefur BBC greinir frá.

Megin orsök svo hárrar verðbólgu er rakin til hækkandi eldsneytis- og matarkostnaðar.

Verðbólgumarkmið indverska seðlabankans er 5 - 5,5% en greint er frá því að greiningaraðilar höfðu búist við því að verðbólgan myndi hjaðna eða í það minnsta standa í stað eftir að Seðlabankinn hækkaði stýrivesti í síðustu viku 25 stig eða  upp í 8%. Hafa skal í huga að Seðlabanki Indlands mælir verðbólgu vikulega en í framhaldi nýjustu mælinga má gera ráð fyrir að stýrivextir hækki enn fremur.

Markaðir brugðust ekk vel við fréttunum og lækkaði Sansex vísitalan um 2% í dag eftir að hafa hreyfst lítið síðustu daga en viðmælendur BBC telja að vísitalan komi til með að lækka frekar næstu daga (eftir helgi).