Efnahagur Indlands virðist ætla að vaxa hraðar en Kína á árínu 2015 samkvæmt opinberum tölum þar í landi. Samkvæmt opinberum tölum frá Indlandi er hagvöxtur í landinu 7,3%, en hann var 6,9% í Kína.

Forsætisráðherra Indlands Narendra Modi gaf það einnig út að hann búist við því að hagvöxtur muni aukast og verða 7,6% undir lok fjárhagsárs Indlands í mars.

Samkvæmt frétt BBC þá hafa tölurnar um hagvöxt í landinu verið gagnrýndar, en tölur um útflutning, vöruflutninga og fjárfestingar styðja ekki við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar.