Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, sinnir enn ráðgjafastörfum fyrir Steingrím J. Sigfússon í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Hann var kominn á eftirlaun í febrúar árið 2009 þegar ráðherrann leitaði fyrst til hans. Á þessum þremur árum hefur Indriði sinnt ýmsum störfum í ráðuneytum Steingríms, fyrst í fjármálaráðuneytinu.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er Indriði einn helsti höfundur veiðileyfagjaldsins sem hefur verið til umfjöllunar á Alþingi.

Stöðu Indriða hafa ekki auglýstar.

Nánar er fjallað um störf Indriða í ráðuneytinu í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. Á meðal efnis í Viðskiptablaðinu er:

  • Fall Sparisjóðsins í Keflavík
  • Dómurinn í Exeter-málinu
  • Bankar og lífeyrissjóðir kaupa fasteignir
  • Seðlabankinn herðir tökin
  • Arion hafnaði tilboði Íslendings í Haga
  • Hvað gerðist á aðalfundi CCP?
  • Ríkisfyrirtæki blása út
  • Atvinnuhúsnæðismarkaðurinn lifnar við
  • Forstjóri Wow air tekur flugið í ítarlegu viðtali
  • Seðlabankastjóri svarar skrifum Viðskiptablaðsins
  • Allt um stangveiðinámskeiðin
  • Forseti Alþingis stendur í ströngu
  • Evrópumótið í knattspyrnu
  • Óðinn kynnir nýtt gjaldeyrishaftaspil
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað, ásamt Tý
  • Myndasíður, umræður, aðsendar greinar og margt, margt fleira...